Nú um helgina verður haldin hin vinsæla sýning Æskan og hesturinn í Reiðhöllinni í Víðidal. Sýningin er þó nokkuð umfangsmikil en reikna má með að á milli 200-250 börn á aldrinum 3-18 ára taki þátt í sýningunni og munu þau yngstu sýna í grímubúningum.
Fjölbreytt sýningaratriði munu koma víða að, það verður dansað og afreksknapar í yngri flokkum sýna listir sínar. Sýningarnar verða fjórar, á laugardag klukkan 13 og 16 og sunnudag klukkan 13 og 16. Meðal skemmtiatriða verða Hara systur, Magni og töframaður á öllum sýningunum.
Aðgangur er ókeypis.
Upplagt fyrir fjölskylduna að mæta og eiga góðan dag saman.
Fjölbreytt sýningaratriði munu koma víða að, það verður dansað og afreksknapar í yngri flokkum sýna listir sínar. Sýningarnar verða fjórar, á laugardag klukkan 13 og 16 og sunnudag klukkan 13 og 16. Meðal skemmtiatriða verða Hara systur, Magni og töframaður á öllum sýningunum.
Aðgangur er ókeypis.
Upplagt fyrir fjölskylduna að mæta og eiga góðan dag saman.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli