sunnudagur, 18. maí 2008

Enn og aftur vegglímiðar


Þar sem við foreldrarnir erum alltaf að velta fyrir okkur hvernig við eigum að hafa barnaherbergið hjá okkur, þá aðallega mamman sem er með vænan höfuðverk yfir því, þá rakst ég á þessa síðu Wallcandy arts sem sérhæfir sig í allskonar vegglímiðum sem auðvelt er að fjarlægja af veggnum þegar barnið þroskast og vill ekki hafa bamba á veggnum hjá sér.
Þeir eru líka með rosalega sniðuga vegglímiða sem hægt er að kríta á einskonar krítartöflulímmiða, fannst þeir líka alveg rosalega sniðugir.
Þeir eru alveg ágætlega sanngjarnir í verði en senda því miður ekki til Íslands en þá er eins og við höfum oft bent á áður hægt að notast við ShopUsa.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Finnst bambarnir alveg æðislegir. Hef oft verið að pæla í svona krítartöfludæmi, fer ekki krítarryk út um allt? Var að pæla í að mála vegg í eldhúsinu með svona krítartöflumálningu, en veit ekki alveg...

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ
veit að www.living.is er að selja vegglímmiða frá Wallcandy arts.
Fyrir þá sem hafa áhuga:)