sunnudagur, 27. apríl 2008

Etsy.com

Etsy.com er vefmarkaður sem sérhæfir sig í handgerðum vörum. Hann virkar á svipaðan hátt og ebay, að því undanskildu að hér er ekki boðið í vörurnar heldur hafa þær fast verð. Frá því að síðunni var hleypt af stokkunum í júní 2005 hafa fleiri en 100.000 seljendur opnað Etsy búðir út um allan heim og hér er hægt að kaupa allt milli himins og jarðar - svo fremi það sé handgert.

Ég ákvað að skoða úrvalið af vörum ætluðum börnum og hafði ekki skoðað í meira en 10 mínútur þegar ég var búin að finna heilan helling af flottu dóti. Hér kemur brot af því besta.

Krúttlegir ugluskór frá Funkyshapes á tæpa 26 dollara.
Æðislegur kjóll frá AnniBird á 40 dollara. Stærðir frá 6 mánaða upp í 5 ára.
Mei tai burðarpoki úr bómull og silki frá Bronwen Handcrafted á 95 dollara. Pokanum er hægt að snúa við þannig að hægt er að velja hvort munstraða efnið sjáist eða eingöngu hið einlita.


Yndislegir sumarhattar frá citefuzz fást í mörgum litum á 24 dollara.

Organic Quilt Company gerir, eins og nafnið gefur til kynna, bútasaumsteppi úr lífrænni bómull. Einnig fást hjá þeim barnateppi, þar á meðal þetta teppi úr tvöfaldri bómull og tveir gubbuklútar í stíl úr þrefaldri rakadrægri bómull. Falleg og hentug gjöf handa verðandi foreldrum á 64 dollara.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þetta er fallegt!

Sandra