Þessi uppskrift er alveg jafn himnesk og hún er óholl. Hún er mjög fljótleg og um að gera að nota afgangs kjúkling t.d. frá deginum áður.
Fyrir 2.
250 gr. Tagliatelle
Soðið í vatni í ca. 8-10 mín. þangað til það er al dente. (aðeins hart í miðjunni), salt sett í vatnið þegar það er byrjað að sjóða.
2.5 dl. matreiðslurjómi
Sítrónubörkur af hálfri sítrónu
1 hvítlauksgeiri
Sítrónupipar, smá sletta
1 búnt basilica
0.5 dl Limoncello
2.5 dl. Parmeggiano/Grana
Matreiðslurjómi, sítrónubörkur, sítrónupipar og hvítlauksgeiri settur á pönnu við miðlungshita og hitað í ca. 3 mín.
Limoncello sett útí og látið malla saman í ca. 10 mín. Þá er söxuð basilica sett útí og börkur ásamt hvítlauksgeira fjarlægður. Síðan er pastað sett útí ásamt ostinum.
Kjúklingur sem ég notaði var bringa frá deginum áður. Hana eldaði ég í ofni og kryddaði með engifer, hvítlauk og steinselju og safa úr einni sítrónu. Síðan skar ég hana bara í litlar sneiðar og raðaði í kringum pastað á disk.
Þetta er alveg ótrúlega góður réttur og held ég að Limoncello fáist í ÁTVR, ef svo óheppilega vill til að það fáist ekki má setja sítrónusafa með smá slettu af hungangi eða sírópi. En Limoncello er ítalskur sítrónulíkjör og alveg ótrúlega ljúffengt að fá sér svo eitt staup og einn expresso í eftirrétt.
1 ummæli:
mmmmm namminamm!
Skrifa ummæli