föstudagur, 4. apríl 2008

RayBan.....eða BabyBanz


Þó að sólin skíni ekki hjá okkur allan ársins hring eða hitastig sé yfir 25°C alla daga þá þurfum við ansi oft að skella upp sólgleraugunum til að verja augun okkar.

Sérstaklega á þessum árstíma þegar sólin er sterk og lágt á lofti. Þar sem við þurfum verja augun okkar fyrir þessu gula á himnum er ekkert sem segir að litlu krílin okkar þurfi þess ekki líka.

Í Fífu rákumst við á þessi frábæru sólgleraugu fyrir ungabörn alveg upp að fimm ára aldri.

Sólgleraugun eru með stillanlegri mjúkri ól og því engin hætta að börnin fái spangirnar í augun, gjörðin sjálf er úr formuðu plasti sem fellur vel að andliti barnsins. Glerið er með 100% UV vörn sem verndar viðkvæm augu barnsins.

Fleiri vörur frá BabyBanz er hægt að sjá á heimasíðunni þeirra og vill svo skemmtilega til að þeir senda til Íslands.

Engin ummæli: