fimmtudagur, 3. apríl 2008

Ruggukind?


Ruggukindin eða Rockingsheep, eftir danska hönnuðinn Povl Kjær er falleg, mjúk og skemmtileg. Hún er ekki bara leikfang heldur getur líka sómað sér vel sem fótaskemill. Aðeins 500 kindur eru framleiddar á ári og seljast þær eins og heitar lummur. Því miður er ekki auðvelt að verða sér út um kindur en okkur dreymir um að verða svo heppnar einn daginn.
Ruggukindurnar eru svartar, hvítar, brúnar og gráar.

1 ummæli:

Sara sagði...

Geðveikar kindur. Væri flott stofustáss :)