þriðjudagur, 8. apríl 2008

Sannkallað listaverk


Yd bolighus er að selja ótrúlega flott þrívíð gifsmót frá BABY ART.
Fæti eða hendi barnsins er þrýst niður í mjúkt mótunarefni og gifsi hellt í mótið á eftir. Með fylgir fallegur rammi og stafir sem hægt er að nota til að skrifa nafn og fæðingardag barnins. Þetta hentar börnum frá 0-3 ára.

Fyrir ári síðan keypti ég þáverandi útgáfu á þrívíða gifsmótinu hjá BABY ART. Á þeim tíma var ramminn ekki eins smekklegur og ákvað ég því að láta afsteypurnar standa án ramma og kemur það líka mjög vel út.

Það sem mér finnst svo ótrúlega flott við þessi mót er að hver einasta hrukka og fingraför koma fram og er þetta því mjög nákvæm minning.


Hér sjáið þið afsteypu af hendi og fæti á 4 ára barninu mínu sem er nú orðið 5 ára. Ég þurfti reyndar að nota einn og hálfan pakka í fótinn þar sem að barnið var orðið svo stórt.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vááá, ótrúlegt! Fæ mér pottþétt svona fyrir strákinn minn og stilli því upp með gifsmyndinni af hendinni á mér frá 1978 ;)

Kv, miss H

Nafnlaus sagði...

Þetta er algjör snild....

Nafnlaus sagði...

Ætli tveggja ára geti verið nógu kyrr með hendina til að það verði almennileg mynd úr???

Nafnlaus sagði...

Sá einmitt svona í ólafía og óliver.

obbosí sagði...

Ég ætlaði að búa til svona fyrir 2 mánaða barnið mitt á sama tíma og ég gerði fyrir 4 ára barnið en það gekk ekki nógu vel að halda hendinni á því kyrru á meðan mótið var að myndast. Mér fannst ekki skemmtilegt að heyra krílð gráta á meðan hendinni var haldið ofan í mótinu þannig að ég gafst upp. Ég held að það sé allt í lagi að puttarnir eða tærnar hreyfist aðeins á meðan mótið er að myndast, það er svo sveigjanlegt, eiginlega eins og gúmí þegar það er tilbúið. Það er bara að fá barnið til að samþykkja að vera með hendina eða fótinn ofan í sem er vandamálið.