Ég átti mjög erfitt með svefn þegar ég var komin ca. 7 - 8 mánuði á leið. Það er bara eitthvað svo erfitt að koma sér þæginlega fyrir með svona stóra kúlu framan á sér.

Ég reyndi að hlaða 5 - 6 púðum undir mig og í kring en þetta rann allt til á nóttunni og virkaði því ekki sem skildi.
Ég gæti vel trúað að svona koddasystem hefði gert mér gott á sínum tíma. Handlagnir gætu jafnvel saumað sér svona fyrir nánast engan pening. Fyrir hina þá er vefverslunin hérna.
Það er örugglega yndislegt að vefja sér inn í svona lengju eins og er á myndinni fyrir neðan, hvort sem maður er barnshafandi eða ekki:) Þennan púða er hægt að kaupa hérna.
1 ummæli:
Vá, þessi lengja virkar geðveikt góð. Sá svipað þegar ég var ólétt en hún var svona helmingi styttri. Hef ekki séð hina týpuna áður, prófa hana kannski næst ;)
Kv,
Miss H
PS Orðin hooked á síðunni ykkar!
Skrifa ummæli