Það er alveg ótrúlegt hvað það safnast mikið saman af dagblöðum á stuttum tíma á heimilinu. Mér finnst við alltaf vera að fara með heilu hlössin í Sorpu en samt er þvottahúsið alltaf yfirfullt af pappírsrusli. Það þarf ekki að taka það fram hversu slæmt þetta er fyrir umhverfið.
Á Apartment Therapy fundum við grein um það hvernig má nota dagblaðapappír í hina ýmsu hluti. Þar má nefna gjafapappír, pappírsbáta, pappírshatta; til að þrífa glugga og spegla (hafið þið prófað þetta? Þið vætið bara pappírinn örlítið og notið til að pússa glerið og ég hef aldrei séð betri árangur! Þið sláið tvær flugur í einu höggi því þið losnið líka við að kaupa illa lyktandi gluggaspreyið sem er ekki mjög hollt að anda að sér heldur) og svo er því líka haldið fram að ef þið setjið blaðið í ísskápinn yfir nótt að þá dragi það í sig vonda lykt. Smellið hér til að lesa fleiri ráð til að endurnýta dagblöðin.
1 ummæli:
Þetta er alltaf notað á mínu heimili. Þetta lærði maður á Ítalíu af húsmæðrunum þar eins að henda kaffikorkinum í vaskinn losar fituna í vatnsleiðslunum.
Hilda
Skrifa ummæli