sunnudagur, 11. maí 2008

Grimms púsl



Örvandi púsl - í grunnlitum og grunnformum. Börn jafnt sem fullorðnir geta kannað alla möguleikana sem hægt er að púsla saman með þeim 72 púslum sem púslið samanstendur af. Takmarkið er ekki einungis að geta púslað þeim saman heldur skapa form og myndir með litskrúðugu púslunum.
Púslið er hentugt fyrir fimm ára og eldri. Það er úr harðviði og málað með vistvænni vatnsmálningu.

Grimms leikföngin eru þýsk hágæða leikföng unnin úr við. Grimms er velþekkt fyrirtæki fyrir einstök viðarleikföng og fyrir segulpúslin sín sem virkja ímyndunaraflið í leik barnanna. Grimms púslin, kubbarnir og leikföngin eru hágæða leikföng sem börn vilja leika sér með aftur og aftur, þau eru hönnuð með það í huga að virkja ungabörn og börn til að hugsa og nota ímyndunaraflið í leik.
Púslið er meðal annars hægt að kaupa í Börnum Náttúrunnar, Skólavörðustíg 17a.

Engin ummæli: