Flest börn eiga að minnsta kosti eitt tuskudýr sem þau geta ekki sofnað án. Oft á tíðum verður besti vinurinn skítugur og illa lyktandi eftir allt knúsið og þvælinginn með barninu.
Á Ohdeedoh rákumst við á tvær leiðir til að fríska upp á tuskudýrið á öruggan hátt:
Leggðu tuskudýrið á handklæði og dreifðu yfir það matarsóda. Vefðu það inní handklæðið og leyfðu því að sofa þar yfir nótt eða hvíla sig þar meðan barnið er á leikskólanum. Annar möguleiki - settu maíssterkju í poka og settu tuskudýrið í pokann. Hristu pokann til að dreifa maíssterkjunni og leyfðu tuskudýrinu að hvíla sig í pokanum í nokkra klukkutíma.
Áður en barnið fær tuskudýrið sitt í hendurnar aftur er mikilvægt að dusta af því leifarnar af matarsódanum eða maíssterkjunni og ætti það þá að vera orðið hreint og fínt.
Hin leiðin er náttúruleg og auðveld leið til að fríska upp á tuskudýr heimilisins. Farðu einfaldlega með það út og dustaðu dýrið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli