mánudagur, 2. júní 2008

Heimatilbúið


Það er ýmislegt hægt að búa til heima til að hafa ofanaf fyrir börnunum okkar. Gömlu góðu sápukúlurnar geta verið endalaus skemmtun; hver getur blásið stærstar/flestar og svo er auðvitað gaman að elta þær líka. Ég fann þessa barn(augna)vænu uppskrift að sápukúlulegi á Wikipedia.

60 ml barnasjampó
200 ml vatn
45 ml maís síróp (veit ekki hvort aðrar sírópsgerðir virka)


Nú svo er auðvitað trölladeigið, sem er svo rammsalt að fæst börn fá sér aftur eftir að hafa bragðað á því einu sinni. Flestir hafa einhvern tíman búið þetta til, en það sakar ekki að rifja upp uppskriftina:
1 bolli vatn
1 bolli hveiti
1 bolli salt
1 msk matarolía
svo má bæta við matarlit, ef vill, hér á myndinni hefur líka verið sett smá glimmer með - ekki slæm hugmynd fyrir litlar prinsessur!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

fínt að setja smá cream of tartar til að halda því fersku lengur og geyma í kæli
Hrafndís

Nafnlaus sagði...

Hvað er cream of tartar?

Nafnlaus sagði...

Það er rotvarnarefni

Nafnlaus sagði...

fæst það bara útí búð?

obbosí sagði...

Það fæst í flestum búðum, Bónus,Nóatúni og Hagkaup hef ég fengið þetta í. Þetta var í kryddunum McCormick. dolla með rauðu loki.