sunnudagur, 8. júní 2008

Litlir listamenn

Við viljum öll leyfa sköpunargleði barna okkar að njóta sín og ég veit að strákurinn minn elskar að mála. Stundum er maður bara ekki alveg í stuði til að eyða helmingi meiri tíma í að laga til og þrífa eftirá en fór í listsköpunina sjálfa. Þá er gott að það er komið sumar og það er hægt að sleppa sér lausum utandyra. Hér er uppskrift að eins konar krítarmálningu sem er auðvelt að gera (af library collective):

Setjið 1/4 bolla af maísmjöli í nokkur ílát (sultukrukkur, skyrdollur, gosflöskur sem búið er að skera toppinn af, eða bara hvað sem þið eigið í eldhúsinu).

Hrærið 1/4 bolla af vatni út í maísmjölið (það gæti tekið smá tíma að fá það til að blandast vel, passið bara að setja maísmjölið í ílátin á undan vatninu).

Þegar blandan er orðin fín, bætið þá nokkrum dropum af matarlit útí hvert ílát. Endilega leikið ykkur líka með mismunandi litasamsetningar og styrk litanna.


Þá er ekkert eftir nema að byrja! Ef þið verðið leið á listaverkunum úti á stétt er ekkert mál að sprauta vatni yfir þau og þau hverfa eins og dögg fyrir sólu. En þar sem við búum á Íslandi er lítil hætta á að rigningin sjái ekki um þessa hlið málanna fyrir okkur.

2 ummæli:

obbosí sagði...

Vá þetta er snilld Harpa!
Þetta verðum við að prófa á stéttinni hjá okkur.

Ingibjörg

Nafnlaus sagði...

Sniðugt, ætla að prófa þetta

Kv. Vilborg