sunnudagur, 8. júní 2008

Mangó Lassi


Hér kemur uppskrift af Mangó Lassi.

Þetta er uppskrift sem ég geri yfirleitt alltaf og ef ég nota hann sem eftirrétt set ég stundum öggulítið af kardimommufræjum eða dropum í hann og set hann í smástund í frystinn og ber fram með t.d. jarðaberjum og bláberjum.


250 ml. ab-mjólk
130 ml. mjólk
3 fersk og vel þroskuð mangó (hef einnig sett smá mangódjús ef úrvalið af mangó er ekki upp á marga fiska)
4 tsk. hrásykur (hef einnig oft sleppt sykrinum sem er líka mjög gott)
Sumir setja smá salt.


En þar sem ég er með mjólkuróþol hef ég notað Rísmjólk og þá er best að nota mjólkina frá Provamel eða bara ab-mjólkina.


Engin ummæli: