laugardagur, 7. júní 2008

Mangó KokteillÁ The Kitchn fundum við þessa girnilega uppskrift af mangó kokteil. Á veturna geri ég oft Mangó Lassi og nota í eftirrétt eða bara til að drekka því mér finnst hann alveg ótrúlega ljúffengur. En nú er komið sumar og þá er kannski svolítið þungt í magann að drekka Mangó Lassi meðan bóndinn teigar bjór við grillið.


Þessi kokteill er því tilvalinn við grillið í sumar
Mangó Kokteill fyrir 1
30 ml.fersk mangó púrra- gerð með fersku Mangó*
45 ml. vodka
30 ml. sítrónusafi**

30 ml. heimalagað síróp ***
60 ml. kalt sódavatn
Mangó sneiðar og sítrónustrimlar

Setjið í hristara Mangó safa, vodka, sítrónusafa, síróp, klaka og hristið þangað til að það er vel blandað.
Setjið í glas fyllt af ís og fyllið upp í glasið með köldu sódavatni. Skreytið með mangósneiðum og sítrónustrimlum.
*Mangó Púrra: Meðalstórt mangó = 1 bolli skorinn í teninga=1/2 bolli púrra
**Ferskur sítrónu djús: 1 meðalstór sítróna= ca. 60 ml. safi
***Síróp: Blandið saman 1:1 vatni og sykri. Látið suðuna koma upp og setjið þá sykurinn í vatnið og látið hann leysast upp og kælið.
Og ef maður er ekki í stuði fyrir vodka þá má alveg gera hann áfengislausann, hann er alveg jafngóður þannig.

3 ummæli:

Ella sagði...

Takk fyrir skemmtilegt blogg, margar skemmtilegar hugmyndir sem þú kemur á framfæri.

Ekki ertu til í að birta uppskriftina að mangó lassi. Ég smakkaði það einhvern tíman og fannst það svo gott, en hef aldrei prófað að búa það til sjálf.

Takk,
Ella

Nafnlaus sagði...

mmmm nammi namm... svo mikil hollusta með áfenginu, hægt að hella í sig með góðri samvisku :D

obbosí sagði...

Þakka þér fyrir það Ella, uppskriftin að mango lassi er komin inn