föstudagur, 18. júlí 2008

Litlir listamenn, stór listaverk



Ertu stundum í vandræðum með hvað þú átt að gera við listaverkin sem litlu listamennirnir þínir færa þér? Er ísskápshurðin troðfull nú þegar? Manuela og Dario hafa gefið listaverkum barna sinna heiðursess á heimili þeirra og eins og sjá má á efri myndinni þarf ekki að kosta miklu til eða hafa mikið fyrir því. Þarna er myndin einfaldlega "römmuð inn" með málningateipi.


Mér finnst líka góð hugmynd að taka litlar teikningar og stækka þær margfalt í ljósritunarvél, með svipaðri útkomu og andlitsmyndirnar hér fyrir neðan.


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Langar í fyrsta lagi að segja,- skemmtileg síða. Alltaf gaman að skoða allt sem tengist sniðugum hugmyndum til að fegra heimilið.

Þetta með listaverk barnanna er líka góður punktur. Mamma mín var ansi nösk á að sjá hvað af því sem kom inn á heimilið var í rauninni bara flott og rammaði það þá einmitt inn!

Heiðbjört